Blöðrudýr fyrir afmæli
Við hjá Blaðraranum vitum ekkert skemmtilegra en að gera blöðrudýr.
Við höfum verið að síðan 2013 og blöðrudýr verða vinsælli með hverju ári.
Ef þú ert að huga að barnaafmæli?
þá skaltu panta Blaðrara til að koma og gera blöðrudýr handa krökkunum.
Blöðrudýr slá í gegn hjá fólki á aldrinum þriggja til hundrað ára.
Þú einfaldlega smellir á bláa takkan til að senda fyrirspurn.
Blaðrarinn mætir til þín og gerir afmæliskórónu og dýr fyrir afmælisbarnið, og allir gestirnir fá svo að velja sér eigið blöðrudýr.
Þegar blaðrarinn mætir í afmælið kynnir hann sig fyrir krökkunum og byrjar með smá spjall og grín. Afmælisbarnið fær afmæliskórónu úr blöðrum og getur tekið þátt í að hjálpa við að gera hann.
Síðan útskýrir blaðrarinn fyrir hópnum hvað er framundan: allir fá sína eigin blöðru, það er eitt dýr á mann og hann velur hver er næstur af handahófi.
Hann gerir blöðrudýr fyrir hvern og einn, heldur uppi góðu stuði með léttu gríni, og að lokum fær afmælisbarnið sérstakt blöðrudýr.
Ef eitthvað springur þá útbúum við nýtt strax eða eftir að allir eru komnir með blöðru, og skiljum eftir nokkur blöðrudýr ef það skyldi springa eftir að við förum.
Verðið fyrir afmæli er 30 þúsund og er miðað við allt að 20 börn.
Ef að það eru fleirri þá getum við komið með auka tilbúin blöðrudýr svo að það er hægt að gera handa öllum án þess að vera of lengi
Fyrir 21-30 börn er verðið 35 þúsund
Fyrir 31-40 börn er verðið 40 þúsund
Einnig er hægt að fá tvo blaðrara sem er þá 60 þúsund.
Ef að veislan er út fyrir höfuðborgarsvæðið þá getur bæst við ferðakostnaður.
Vanalega er þetta tæpur klukkutími, við miðum útfrá að klára að gera handa öllum blöðru heldur en að fara alveg eftir klukkunni.















