
Okkar markmið er að gleðja, það er bara tilviljun að við gerum það með blöðrum
Frá einum poka í þúsund bros
Það er ótrúlegt hvað lítið smáatriði getur breytt miklu. Sagan okkar hófst árið 2013, svolítið óvart. Daníel byrjaði sem sirkuslistamaður og þegar hann var að versla sér búnað fyrir sýningu rakst hann á poka af snúningsblöðrum og pumpu til sölu í sirkus búðinni og ákvað að prufa.
Við buðum gesti á sýningunni upp á blöðrudýr og það sló í gegn og vatt hratt upp á sig og í dag er Bladrarinn að skemmta á fjölmörgum viðburðum ár eftir ár.
Snemma bættust fleirri í hópinn og við hittumst reglulega að æfa okkur og semja grín með blöðrudýrunum, líka fara yfir praktísku hlutina eins og besta leiðin til að loka löngum röðum.
Reglulega förum við á erlendar ráðstefnur að læra meira um blöðrudýragerð og skreytingar,taka þátt í alþjóðlegum skreyfingarsamkeppnum og kenna á viðburðum.
Í dag sérhæfum við okkur í að mæta í veislur og viðburði til að gera blöðrudýr (það eru okkar ær og kýr!), en við setjum líka upp metnaðarfullar blöðruskreytingar og kennum öðrum handtökin á vinsælum námskeiðum.



Sló í gegn í 10 ára afmæli, frábær skemmtun fyrir alla sem fylgjast með!

Frábær Blaðrari sem vakti mikla lukku í afmæli – fær okkar bestu meðmæli – klár og skemmtilegur.

Börnin elskuðu hann! Afskaplega ljúfur og skemmtilegur!

Vorum rosa ánægð og börnin sömuleiðis. Mæli með þeim.
