Vinnustofa í blöðrudýragerð

Krakkar elska að fá blöðrudýr og núna geta þau lært að gera blöðrudýr sjálf!
Kennslan hentar fyrir hópa með 20 krökkum eða fleiri. Og þegar við segjumi fleiri þá meinum við fleiri!
Hvað um skólasal með 100 krökkum? Ekkert mál.
Klukkutími af blöðrufjöri þar sem blaðrari mætir með 10 uppblásnar blöðrur fyrir hvert barn. Ef það eru 100 krakkar þá komum við með þúsund blöðrur. Ímyndaðu þér það!

Við förum yfir hverning á að gera fjögur blöðrudýr á skemmtilegan og einfaldan hátt og endum á frjálsum tíma þar sem þátttakendur geta látið ímyndunaraflið ráða á meðan þau fá hjálp frá reyndum blöðrulistamönnum.

Ógleymanleg skemmtun og kjörið tækifæri fyrir ykkur í lokin að ná skemmtilegri mynd af hópnum með öll blöðrudýrin sem þau gerðu.
Hvert barn má taka blöðrurnar heim með sér sem endast í daga eða jafnvel vikur.

Sendu okkur fyrirspurn með fjölda barna og við gerum þér tilboð.

Sendu okkur fyrirspurn